Engar afsakanir


excuse

 

Í lok fyrstu vikunnar er mér efst í huga af hverju ég byrjaði ekki fyrr. Allir þessir dagar sem ég ætlaði að byrja á morgun eða byrja eftir helgi eða byrja í næsta mánuði liðu án þess að nokkuð gerðist. Ég ætlaði líka að hætta hinu og þessu í sambandi við matarræði á morgun, eftir helgi eða í næsta mánuði en ekkert varð úr því. Ég fann alltaf afsökun fyrir því að fresta öllu. Verandi móðir tveggja ungra barna, sjö mánaða og að verða þriggja ára, er erfitt að finna tíma til að hlaupa frá í ræktina og brasa við að elda hollt. Það er miklu auðveldara að skella pylsum í pott eða borgara á pönnuna og frönskum í ofninn en að elda frá grunni.

Í upphafi vikunnar tók ég ákvörðun útfrá þessu um að það eru engar afsakanir lengur. Það er ekkert mál að skera niður grænmeti og henda kjúklingabringum í ofninn. Jafnframt ákvað ég að kalla þetta ekki megrun eins og ég hef alltaf gert heldur lífstílsbreytingu. Ef stelpurnar mínar eiga erfiðan dag eða nótt og ég er þreytt eða dagurinn er þétt skipaður af útréttingum þá mæti ég samt á æfingu en hef hana bara örlítið styttri en venjulega æfingu.

Útfrá þessum viðhorfsbreytingum náði ég að mæta í ræktina þessa fjóra daga sem lífstílsbreytingin hefur staðið yfir. Ég þurfti að mæta einn daginn á mjög stutta æfingu vegna þess að stelpan mín var veik en ég bætti það upp með því að fara á tvær æfingar í dag. Ef ég sé fram á að hafa lítinn tíma í kringum kvöldmatinn þá undirbý ég matinn fyrr um daginn. Í kvöld t.d. var ég á æfingu til klukkan 18:15 sem þýðir að ég var ekki komin heim fyrr en rétt fyrir 19 og börnin fara í rúmið um klukkan 20:30. Ég steikti kjúkling áður en ég fór í ræktina og hitaði hann svo upp fyrir okkur þegar ég kom heim. Þetta fyrirkomulag krefst skipulags en verður allt fyrirhafnarinnar virði á endanum. Þetta er ekki dagsferð heldur langferð!


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband